Þrándur í götu

Jæja, what can I do you for, spyr sólbakaður embættismaðurinn um leið og hann rennir sér fimlega á skrifstofustólnum frá kaffiskammtaranum að skrifborði sínu. Gegnt honum sitja tveir menn. Annar þeirra, íklæddur bol með áletruninni ,, ferðaklúbburinn allir í stuði”, tekur til máls með upptrekktum rómi.

Það er ekkert gert lengur, búið að lofa hinu og þessu, svo er bara dregið til baka endalaust! Það var búið að lofa hjólabrautum...en nei nei...ekkert, svo átti að setja upp hjólhýsageymslusvæði...en nei það er líka gufað upp í skíta...eða vindinn sko. Síðan Þrándur og kona hans fluttu í götuna, er bara allt á niðurleið og við viljum að þau finni sér annan samastað sem hentar þeim betur. Hann er dálítið sveittur á efrivörinni og hefur ekki fullkomið vald á röddinni.

Þrándur horfir á hann fremur sljór og segir rólega. Okkur konunni líður vel í Götugötu, við ætlum nú helst bara að búa þar takk.

Time out time out..ég er ekki að skilja...suðar sólksinsdrengurinn, Götugötu? Já gatan okkar heitir Götugata og þar hefur til þessa verið mjög gott að búa, klagar íbúinn. Ókei Þrándur sko, þú segir að þú og konan þín séuð ánægð í götu- þarna-götu, fyrirgefðu annars hvað heitir konan þín?

Hún heitir ekkert, eða ég eiginlega bara man það ekki, svarar Þrándur. Eftir að hún eignaðist tvíbbana Blóra og Böggul, þá einhvern vegin var hún alltaf kölluð mamma heima og svo konan annarsstaðar. Hvernig hefur konan það? Er ekki allt gott að frétta af konunni? Svo smám saman fórum við bara að nota það og það er alveg nóg, bara fínt. Konunni finnst það líka held ég.

Þarna sérðu, skrækir íbúinn, við fáum ekki fullan hverfisafslátt í félagsmiðstöðina og götugrillstyrkurinn hefur verið skertur af því að konan heitir ekki neitt og telst ekki með í höfðatölu! Hann ekur sér í sætinu svo skrjáfar í jogginggallanum. Við erum bara ekkert að fíla þau í götunni, þau passa alls ekki inn í myndina. Þau eiga, þú veist, fólksbíl og það er ekki einu sinni dráttarkúla á honum, ef þú skilur hvað ég meina.

Sportfelgur? Spyr embættismaðurinn.

Íbúinn hristir höfuðið raunamæddur.

Þetta er auðvitað ekkert að ganga svona, segir embættið, við getum reddað lóð í Þúfnahólum handa ykkur. Gott útsýni og já útsýnið rosa fínt. Þeim veitir ekki af að dreifa huganum þarna uppfrá, hefur verið pínu pirringur í mönnum, þið vitið hvernig þetta getur verið. Fínt að fá nýtt blóð í hverfið. Eitthvað verið að slást við hjónin Ljá og Freyju. Menn segja þau standa í vegi fyrir skipulagningu og skipulagðri nýtingu grænna svæði í hverfinu. Þau eru einhver svona náttúrufrík þið vitið, farið að nefna þau Fósturlandsins Freyju og Fjötur Ljá.

Fjötur Ljá? Sólskinsdrengurinn hefur náð athygli Þrándar.

Já þú veist, að vera einhverjum fjötur um Ljá, þú skilur, vera alltaf að böggast í einhverjum eða þannig.

Ætli hann sé þeim ekki frekar óþægur ljár í þúf... æ það skiptir ekki máli, ég flyt ekki og punktur og basta!

Skyndilega lifnar yfir embættisbrúnkunni, ok, ég get boðið góðan díl fyrir alla! Ég get reddað erlendum ríkisborgararétti fyrir ykkur hjón. Þú getur snarað Þrándur í götu bara yfir í T.G. sko Tí Dsjí maður eins og Dsjei Ar í Dallas og konan getur verið Dsjei Dí sko Jane Doe maður!

Allir sáttir?


VARÚÐ - inniheldur orðin blautur og stinnur...

Það var ausandi rigning. Hann stóð einn og horfði á hafið og fann hvernig rigningin seitlaði niður um stæltan og stinnan skrokkinn sem nú var orðinn rennandi blautur.
Andvarp. Hvernig gat svona verið komið.

Eru það rétt að sumir hlutir séu of góðir til að endast?
Er hamingjan það fallvölt að aldrei skuli stóla á hana?

Bíll. Æ bara hann haldi áfram og láti mig vera.

Fyrsta augntillitið - það var eins og eldur og ís mættust og úr varð mikið og stórt stöðuvatn. Tveir einstaklingar hófu sund saman.
Fyrsta snertingin - hrollur liðaðist um hann, byrjaði neðst og færði sig ofar þar til hann varð að hrista sig til að losa líkamann við minninguna um atlot sem aldrei hann fyndi aftur.

Minningarnar liðu um huga hans eins og gamlar, illa lýstar myndir, svo illa leið honum.

Sambandinu var aldrei ætlað að endast, fólk hefur engan skilning.

Til að byrja með voru snertingarnar léttar og hikandi en með tímanum, þegar líkamar þeirra voru farnir að þekkjast urðu þær ákveðnari og harðari en þó blautari og mýkri.....

Bíllinn var farinn, aftur stóð hann einn með hafinu og minningunum.

Hann leit í kringum sig. Allt við þennan stað minnti hann á unaðinn sem tvær einmana sálir geta veitt hvorri annarri, hver hóll og hvert visið blóm. Fætur hans virtust vera að gefa sig, hann leit niður og tók eftir að í kringum hann hafði myndast drullusvað. Hann lagðist niður.

Getur verið að þetta hafi verið hin fullkomna hamingja - það að bíða eftir að hlutverki dagsins lyki til þess að komast í snertingu við unaðinn?? Hamingja er þá ekki annað en hóll. Förinni er heitið upp hólinn þar til toppnum er náð og svo liggur leiðin ekkert nema niður. Eða eru hólarnir fleiri en einn? Hann hóf að velta sér upp úr svaðinu.

Tómt - stuna - brostið hjarta.

Maður kom gangandi.

Komdu nú vinur minn. Búinn að losa okkur við hanaskömmina. Það var alveg ferlegt að sjá hvað hann ataðist í þér þessi fiðraði bjáni. Þú sýndir enn og sannaðir hversu mikill gæðingur þú ert Blakkur minn að hafa ekki bitið hann í sundur í eitthvað af þeim skiptum sem hann rölti fram og til baka á bakinu á þér og ég tala nú ekki um þegar hann var farinn að hoppa og narta í þig. Ég hefði alveg skilið þig ef þú hefðir einfaldlega bitið af honum hausinn í stað þess að strjúka honum með snoppunni, en það er víst margt skrítið í hestshausnum hahaha....

Hann stóð treglega upp. Ef þú aðeins vissir.


Heimkoma

það virðist loksins vera einhver hreyfing við flugvélina og ég sé ekki betur en verið sé að opna dyrnar.
Jú þær hafa verið opnaðar og......það sést nú ekki vel héðan...þarna er amk fólk...og mér sýnist..jú einhverjir tala saman. Það verður ekki betur séð en að maðurinn til vinstri í gættinni, segi eitthvað við manninn til hægri og sá hristir höfuðið sýnist mér...eða kinkar kolli ef til vill. Þeir gætu verið að ræða næstu skref fulltrúans, en á þessu stigi er ekki gott að vita hvað þeim hefur farið á milli og hvað þæð gæti hugsanlega þýtt.
Á bak við þá virðist einhver hreyfing oguuuuu jú þarna kemur fulltrúinn sjálfur í gættina....hann heldur á sel í fanginu! Félagar úr samtökunum Lagarfljótsorminn heim, hlaupa til og taka við dýrinu og aka á brott í sérútbúnum bíl.
Að baki fulltrúans birtist nú sýnist mér fulltrúafrúin.
Hún er klædd hamhleypuskinnskápu og tvöföldum roðskinnsskóm. Á höfðinu ber hún hatt sem skreyttur er með fjöðrum úr hinni heimsfrægu friðardúfu Mjallhvít. Mjallhvít flaug, eins og margir muna, á helíumblöðru við samkenndarathöfn í fyrra og hálsbrotnaði við það. Minningu hennar er haldið á lofti í þessum glæsilega hatti.
Hjónin ganga nú við undirleik lúðrasveitar, að hljóðnema og fulltrúinn mun væntanlega segja nokkur orð.
Gefum honum hljóð og við munum ljúka útsendingu með orðum fulltrúans.
"Kæru samborgarar. Það er mjög ánægjulegt að sjá ykkur svo mörg komin hingað til að samgleðjast og fagna velheppnaðri björgunarferð. Við hjónin erum hrærð og skekin. Ég vil minna á að fatnaðurinn sem hún klæðist mun verða seldur á uppboði til styrktar samtökunum Frelsum húsdýrin, síðar í dag. Takk fyrir."

Norðurdeild


Dekurnudd - EÐA HVAÐ!!!

Dagurinn byrjaði á ósköp venjulegan hátt, koma börnunum í skólann, manninum í vinnuna og sjálfri mér á fætur, morgunmatur, morgunæfingar, skipuleggja daginn o.s.frv.
Stuttu eftir að þessum daglegu verkum var lokið - hringir síminn.... Hæ (maðurinn kominn í vinnuna og farinn að sakna mín strax - sætt). Hæ sjálfur segi ég... Pantaði fyrir þig nudd seinni partinn í dag... :o) NUDD!! Já, þú átt það svo skilið - þegar þú kemur heim verð ég búinn að svæfa börnin og við höfum svona kósí kvöld... Æði, jú gott og gaman.. Hvenær er mæting? Segi ég nokkuð glöð og fer að láta mér hlakka til.....

Dagurinn leið eins hratt og aðrir dagar virðast gera, skilaði af mér verkefni sem var löngu komið á tíma og var þar af leiðandi aldeilis glöð og kát með afrakstur dagsins og yfirvofandi "nudd"!

Maðurinn kominn heim, aldeilis stoltur yfir að hafa fengið þessa snilldarhugmynd, hálf glottandi af sjálfsánægju... úff, ef hann hefði aðeins vitað hvað í vændum var!!!

Ég var mætt á slaginu, ekki mínútu fyrr (veit, þarf að taka mig á í stundvísinni) - fékk fínt handklæði og slopp og var vísað á klefann/nuddstaðinn.

Fór úr fötunum en hélt þó nærfötunum, var ekki viss. Gekk fram í fína sloppnum og hitti þar NUDDARANN. Hann heilsaði mér á bjagaðri ensku (veit ekki með þig, en þegar fólk talar bjagaða ensku við mig dett ég eiginlega í sama gírinn og svara á svipuðum nótum).

Hann fór með mig í nudd klefann og sagði "take off your cloths" - Eh, cloths, I mean, shall I take my bra off? Yes, everything! Úff, þarna var ég komin með svona óvissusting í magann, hef oft farið í nudd áður og aldrei verið neitt vandræðalegt FYRR EN NÚNA. Ég meina, ég er engin tepra og ekkert spéhrædd, þokkalega sátt við líkama minn EN ég ætlaði sko ekki að fara að liggja BER þarna á bekknum og láta þennan örugglega ágætis mann nudda mig. Nuddarinn sagðist ætla að gefa mér smá tíma til að fara úr og leggjast á magann - sjúff, kannski yrði þetta bara allt í þessu fína. Ég fór úr sloppnum og brjósthaldaranum og lagðist á magann á bekkinn, með andlitið ofaní gatið og breiddi handklæðið/teppið yfir mig. Hann kom inn... Are you relaxed? Am I, ehhh, (hikandi) yes... Good - then I start... Hann náði sér í olíu, fletti af mér ábreiðunni og tók fast í tærnar á hægra fæti og byrjaði að toga í tærnar á mér... hélt svo fast um tærnar á meðan hann kleip og potaði í hælinn og ilina... (hik komið á mig en lá þó kyr). Manngarmurinn hélt áfram þessum tilþrifum, kleip mig í kálfann, lærið og hélt svo áfram upp rassinn - TOGAÐI nærbuxurnar UPP í XXXX - sko, báðum megin...

Þarna voru liðnar svona 6-7 mínútur af tímanum og ég var alvarlega að íhuga að standa upp og segja (mjög kurteisislega) I just remembered that I have to be somewhere else, now, at this moment, go.... EN nei, lá eins og illa flökuð skata áfram og lét manninn um sína vinnu...

Relax your body.... Exhale.... hélt hann áfram á meðan hann þjösnaðist á fótunum mínum..... og ég alveg afskaplega meðvituð um staðsetningu nærbuxna minna, úff, átti afskaplega erfitt með andardrátt... var eiginlega alveg komin að því að hlæja EÐA gráta, er ekki viss.

Svo færði hann sig ofar... að rasskinnunum og staldraði þar við í örugglega 13 klukkustundir - nei líklega hefur tíminn verið styttri en mér leið þannig. Sekúndurnar voru alveg hræðilega langar... hann nuddaði og kleip og teygði og togaði bossann minn og ég var orðin alveg hand viss um að kallinn minn hefði hringt í Strákana og að þetta væri einhverskonar grín sem færi alveg að taka enda... AM I HARD?? (ok, ég veit að líklega hefur hann átt við hvort þetta væri of fast en,..... ) ! Sá/sú sem hefur legið á maganum á meðan önnur manneskja hefur í frammi þessar athafnir við sitjandann skilur hvað ég á við þegar ég segi að þegar nuddað var í ákveðna átt, togaðist í sundur svæði sem mann langar ekkert svo mikið að togist í sundur, eða þannig, hehemm... ENDALAUST... ég reyndi að berjast við að spenna þann hluta líkamans sem var að togast í sundur á meðan hann þusaði Relax your body, exhale (að mér þótti heldur of nautnalega þegar þarna var komið sögu) Your skin is beautiful.... mig var farið að langa til að borast ofaní bekkinn og hverfa....

Loksins hætti þetta rassanudd og hann breiddi yfir fæturnar... ég fór að geta "relaxað my body" - í nokkrar sekúndur..... Hann færði sig hinum megin við mig, lét hendurnar með síðunum, kippti ábreiðunni niður á tær og staldraði aðeins við og sagði... DO YOU MIND? (hugs hugs, um HVAÐ er hann að tala) svo reif hann nærbrækurnar niður ... Ég reyndi af veikum mætti að halda í þær með vísifingrum beggja handa, en hann hafði betur og nærbuxurnar á miðjum lærum... Hvað átti ég að gera!!!? Ég veit, segja eitthvað, gera eitthvað eða bara fara en nei nei, ég lá þarna algjörlega máttlaus og ráðþrota... Nuddarinn hélt áfram að tala, Relax your body, exhale - garg... ég gat ekkert slakað á, með nærbrækurnar á hælunum (so to speak) og ókunnungann mann standandi yfir mér, nuddandi höndunum saman og slettandi olíu yfir mig alla, óvart held ég...(með hljóðunum sem því fylgir) endalaust með einhverjar frekar ómögulegar spurningar, AM I HARD... Líkaminn minn var sko aldeilis ekki á því að slaka á, onei, ég var algjörlega aðframkomin af stressi, HVAÐ gerist næst??? og svo hófust ósköpin... Hann byrjaði að nudda - Á MÉR RASSINN - (þarna var ég farin að halda ofaní mér andanum).... Relax your body, exhale... OMG ef hann segir þetta einu sinni enn þá.... æ ég veit ekki hvað, held líklega bara áfram að liggja þarna og láta sem allt sé í besta...

Is this good?? (úff, what to say what to say) - MMMM sagði ég, gat ekkert annað sagt.... en fékk svo snilldarhugmynd (að mér fannst á þeirru stundu) I could sleep (guð minn almáttugur, hvað var ég að segja) Þetta átti að vera einskonar tilraun til þess að láta hann hætta að tala OG hætta að meiða mig.... Þetta var SVOOO vont.... EN, þetta bar ekki tilskilinn árangur, onei, hann hélt áfram að toga og teygja á mér rassinn.... þegar hann LOKSINS hætti í rassinum á mér... lagðist hann hálfur ofan á mig og hóf að nudda á mér bakið með miklum tilþrifum OK... þetta var skrítið en ekki eins skrítið og þessi "rassa-SERÍMÓNÍA".... þar til að öxlunum var komið - Breath with your shoulder - BREATH WITH MY SHOULDER.... hvernig á ég að fara að því.... Ég var búin að fara í gegnum allt sem ég gat hugsað um erfitt og leiðinlegt til þess að missa mig ekki í taugaveiklað hláturskast... en þetta var alveg afskaplega erfitt... ég ranghvolfdi augunum eins og óþægur krakki, ofaní þetta fína gat þarna á bekknum... AF HVERJU VAR TÍMINN ALLT Í EINU SVONA LENGI AÐ LÍÐA...

Turn around!!! (kvíðastingur í magann og hjartað og bara út um allt, og þetta átti að vera DEKURNUDD) - ég sneri mér við og sá þá að hann stóð með ábreiðuna útbreidda, afskaplega prúður, með höfuðið falið á bakvið... Nú, okey... hann breiddi yfir mig, alveg upp að handarkrika og byrjaði svo að nudda á mér bringuna með orðunum Exhale, breath, open your heart... OG ÞARNA LÁ ÉG MEÐ ANDLITIÐ Á HONUM ALVEG OFAN Í MÍNU....

Tímanum lauk loksins....

Nuddarinn fíni bauð mér að liggja í smá stund á meðan hann færi fram og svo mætti ég klæða mig... brosandi tilkynnti hann mér þetta allt...
Ég rauk á fætur um leið og hann hvarf fram, hrundi næstum í gólfið vegna svima - leið eins og ég hefði nýlokið við að leika í pyndingarsenu í 24 - náði að grípa um brjósthaldarann minn áður en hurðin opnaðist og inn kom hann, SKÆLBROSANDI MEÐ VATN og sagði... energy water!!!

Restin er eins og í þoku, ég tók kurteisislega við vatninu, þakkaði kærlega fyrir mig og rauk í burtu - held ég hafi náð að klæða mig í restina af fötunum mínum áður en ég rauk út, en er þó ekki viss...

Fékk taugaveiklað hláturskast í bílnum og ákvað að fara ALDREI aftur í nudd....

Þegar heim var komið tók maðurinn minn á móti mér, afskaplega blíður og góður, börnin sofnuð og húsið aldeilis tilbúið í notalegt kvöld.... en.... hann er enn hlæjandi þannig að þetta kósíkvöld verður líklega að bíða betri tíma....

Kveðja úr suðri.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband