4.9.2007 | 11:08
Heimkoma
það virðist loksins vera einhver hreyfing við flugvélina og ég sé ekki betur en verið sé að opna dyrnar.
Jú þær hafa verið opnaðar og......það sést nú ekki vel héðan...þarna er amk fólk...og mér sýnist..jú einhverjir tala saman. Það verður ekki betur séð en að maðurinn til vinstri í gættinni, segi eitthvað við manninn til hægri og sá hristir höfuðið sýnist mér...eða kinkar kolli ef til vill. Þeir gætu verið að ræða næstu skref fulltrúans, en á þessu stigi er ekki gott að vita hvað þeim hefur farið á milli og hvað þæð gæti hugsanlega þýtt.
Á bak við þá virðist einhver hreyfing oguuuuu jú þarna kemur fulltrúinn sjálfur í gættina....hann heldur á sel í fanginu! Félagar úr samtökunum Lagarfljótsorminn heim, hlaupa til og taka við dýrinu og aka á brott í sérútbúnum bíl.
Að baki fulltrúans birtist nú sýnist mér fulltrúafrúin.
Hún er klædd hamhleypuskinnskápu og tvöföldum roðskinnsskóm. Á höfðinu ber hún hatt sem skreyttur er með fjöðrum úr hinni heimsfrægu friðardúfu Mjallhvít. Mjallhvít flaug, eins og margir muna, á helíumblöðru við samkenndarathöfn í fyrra og hálsbrotnaði við það. Minningu hennar er haldið á lofti í þessum glæsilega hatti.
Hjónin ganga nú við undirleik lúðrasveitar, að hljóðnema og fulltrúinn mun væntanlega segja nokkur orð.
Gefum honum hljóð og við munum ljúka útsendingu með orðum fulltrúans.
"Kæru samborgarar. Það er mjög ánægjulegt að sjá ykkur svo mörg komin hingað til að samgleðjast og fagna velheppnaðri björgunarferð. Við hjónin erum hrærð og skekin. Ég vil minna á að fatnaðurinn sem hún klæðist mun verða seldur á uppboði til styrktar samtökunum Frelsum húsdýrin, síðar í dag. Takk fyrir."
Norðurdeild
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.